Hamingja, höfuðverkur og hvíði (kvíði) ...var að reyna að stuðla þetta :)
Hæ,
Próflestur er á milljón og ég kvíði þessu bara töluvert, en samt er það nú enginn heimsendir ef mér gengur illa. Annars er það bara að halda áfram.
Á morgun fer ég til Árósa og verð þar allan daginn og það er lokahnykkurinn á önninni, þ.e.a.s. kennslulega. Þaðan í frá eru prófin í næstu viku og svo mánaðarverkefna vinna. Þetta þýðir að á morgun sit ég í síðasta skiptið með skólafélögunum utan 2 dagar í janúar, en það er öðruvísi og ekki beint kennsla.
Já, það er bara að líða að því að maður fari í að skrifa mastersritgerðina og svo útskrift næsta sumar. Ótrúlega fljótt að líða raunar, en ég samt á svo erfitt með að bíða og get ekki einbeitt mér sem skildi. Hlakka til að klára þessi próf að minnsta kosti. Þau hafa legið dálítið eins og mara á okkur bekkjarfélögum síðan annarbyrjun.
Það virðist enginn kvíða sjálfri verkefnavinnunni, enda er það bara gaman.
Vaknaði í dag með þennan fína höfuðverk og hef ekki náð að losna við hann í dag.
Hamingjan, hmm já sko hef verið dulítið að velta því fyrirbæri fyrir mér í dag. Ég hef verið sjálfur svona frekar súr á þessu ári, en það er auðvitað eitthvað sem ég hef valið sjálfur að mestu leyti. Hins vegar hef ég það afskaplega gott og hef í raun ekki ástæðu til að vera súr. Ég lenti á spjalli við bekkjarfélaga minn í gær og hann sagðist ekki öfunda mig af minni stöðu. Það fékk mig til að hugsa hver mín staða væri og er hún svo slæm. Hún er það í raun ekki. Peningamálin mættu vera betri, en engan vegin vonlaus. Ég á 3 alveg æðisleg börn sem ennþá nenna og langar að hitta pabba sinn :) Er í námi sem er bara nokkuð gefandi og á stutt eftir.
Jamm, maður þarf að skoða það jákvæða líka og raunar eru svo margir sem hafa það miklu verra. Alla vegana þessi setning frá bekkjarbróður mínum um að hann "öfundaði mig ekki" fékk mig til að hugsa. Ég hef verið of mikið kannski að horfa á það sem miður er.
En þetta er þjálfunaratriði að horfa á jákvæðu hliðarnar, en já það er stundum meira en að segja það og þannig líður mér í dag.
Pabbi og Erla koma í heimsókn 10.des og ég hlakka alveg geðveikt til að sjá þau.
Verður gaman.
jæja aftur í skræðurnar,
Arnar Thor
Próflestur er á milljón og ég kvíði þessu bara töluvert, en samt er það nú enginn heimsendir ef mér gengur illa. Annars er það bara að halda áfram.
Á morgun fer ég til Árósa og verð þar allan daginn og það er lokahnykkurinn á önninni, þ.e.a.s. kennslulega. Þaðan í frá eru prófin í næstu viku og svo mánaðarverkefna vinna. Þetta þýðir að á morgun sit ég í síðasta skiptið með skólafélögunum utan 2 dagar í janúar, en það er öðruvísi og ekki beint kennsla.
Já, það er bara að líða að því að maður fari í að skrifa mastersritgerðina og svo útskrift næsta sumar. Ótrúlega fljótt að líða raunar, en ég samt á svo erfitt með að bíða og get ekki einbeitt mér sem skildi. Hlakka til að klára þessi próf að minnsta kosti. Þau hafa legið dálítið eins og mara á okkur bekkjarfélögum síðan annarbyrjun.
Það virðist enginn kvíða sjálfri verkefnavinnunni, enda er það bara gaman.
Vaknaði í dag með þennan fína höfuðverk og hef ekki náð að losna við hann í dag.
Hamingjan, hmm já sko hef verið dulítið að velta því fyrirbæri fyrir mér í dag. Ég hef verið sjálfur svona frekar súr á þessu ári, en það er auðvitað eitthvað sem ég hef valið sjálfur að mestu leyti. Hins vegar hef ég það afskaplega gott og hef í raun ekki ástæðu til að vera súr. Ég lenti á spjalli við bekkjarfélaga minn í gær og hann sagðist ekki öfunda mig af minni stöðu. Það fékk mig til að hugsa hver mín staða væri og er hún svo slæm. Hún er það í raun ekki. Peningamálin mættu vera betri, en engan vegin vonlaus. Ég á 3 alveg æðisleg börn sem ennþá nenna og langar að hitta pabba sinn :) Er í námi sem er bara nokkuð gefandi og á stutt eftir.
Jamm, maður þarf að skoða það jákvæða líka og raunar eru svo margir sem hafa það miklu verra. Alla vegana þessi setning frá bekkjarbróður mínum um að hann "öfundaði mig ekki" fékk mig til að hugsa. Ég hef verið of mikið kannski að horfa á það sem miður er.
En þetta er þjálfunaratriði að horfa á jákvæðu hliðarnar, en já það er stundum meira en að segja það og þannig líður mér í dag.
Pabbi og Erla koma í heimsókn 10.des og ég hlakka alveg geðveikt til að sjá þau.
Verður gaman.
jæja aftur í skræðurnar,
Arnar Thor
Ummæli